Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling
Inrebic 100 mg hörð hylki
fedratinib
▼ Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.
Upplýsingar um Inrebic
Inrebic inniheldur virka efnið fedratinib. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „próteinkínasahemlar“.
Við hverju Inrebic er notað
Inrebic er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með miltisstækkun eða einkenni sem tengjast mergnetjuhersli, sem er mjög sjaldgæft krabbamein í blóði.
Hvernig Inrebic virkar
Stækkð milta er eitt af einkennum mergnetjuherslis. Mergnetjuhersli er sjúkdómur í beinmerg þar sem örvefur kemur í staðinn fyrir merginn. Óeðlilegi mergurinn getur ekki lengur myndað nóg af eðlilegum blóðkornum og það veldur því að miltað stækkar töluvert. Með því að hindra verkun ákveðinna ensíma (kallast Janus tengdir kínasar), getur Inrebic minnkað miltað hjá sjúklingum með mergnetjuhersli og dregið úr einkennum svo sem hita, nætursvita, beinverkjum og þyngdartapi hjá sjúklingum með mergnetjuhersli.
Ekki má nota Inrebic
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þessi hylki eru tekin og meðan á meðferð stendur ef vart verður við eftirfarandi einkenni:
Sjúkdómsástand sem hefur áhrif á heila og kallast heilakvilli, meðal annars Wernickes heilakvilli
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi meðan á meðferðinni stendur
Eftirfarandi hefur komið fram við notkun annars svipaðs lyfs í meðferð á liðagigt: hjartavandamál, blóðtappi og krabbamein. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður eða meðan á meðferð stendur ef þú:
Læknirinn mun ræða við þig um hvort Inrebic henti þér.
Áður en meðferð hefst og meðan á meðferð stendur verða tekin blóðsýni til þess að athuga fjölda blóðfrumna (rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur), B1‑vítamíngildi og starfsemi lifrar og briss. Læknirinn getur aðlagað skammtana eða stöðvað meðferð samkvæmt niðurstöðum blóðprufa.
Börn og unglingar
Inrebic er ekki ætlað börnum eða unglingum yngri en 18 ára, þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópum.
Notkun annarra lyfja samhliða Inrebic
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta er vegna þess að Inrebic getur haft áhrif á hvernig sum önnur lyf virka. Einnig geta sum önnur lyf haft áhrif á verkun Inrebic.
Eftirfarandi getur aukið hættu á aukaverkunum af notkun Inrebic:
Eftirfarandi getur dregið úr verkun Inrebic:
Inrebic getur haft áhrif á önnur lyf:
Læknirinn ákveður hvort breyta þurfi skammtinum.
Segðu einnig lækninum ef þú hefur nýlega gengist undir aðgerð eða munt fara í aðgerð þar sem Inrebic getur haft milliverkanir við sum róandi lyf.
Meðganga og brjóstagjöf
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.
Ekki má nota Inrebic á meðgöngu. Ef þú getur orðið barnshafandi skaltu nota örugga getnaðarvörn meðan þú tekur þessi hylki og forðast að verða þunguð í að minnsta kosti 1 mánuð eftir síðasta skammtinn.
Ekki má vera með barn á brjósti meðan á meðferð með Inrebic stendur og í að minnsta kosti einn mánuð eftir síðasta skammt vegna þess að ekki er þekkt hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Akstur og notkun véla
Ef þú finnur fyrir sundli, máttu ekki aka eða nota vélar þar til þessar aukaverkanir hafa gengið til baka.
Inrebic inniheldur natríum
Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er sem næst natríumlaust.
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Ráðlagður skammtur er 400 mg (fjögur 100 mg hylki) til inntöku einu sinni á dag.
Það verða tekin blóðsýni fyrir meðferðina og á meðan þú tekur þetta lyf til að fylgjast með framförum hjá þér.
Ef þú færð ákveðnar aukaverkanir meðan þú ert á meðferð með Inrebic (sjá kafla 4) getur læknirinn minnkað skammtinn eða gert hlé á meðferðinni eða stöðvað hana alveg.
Þegar hylkin eru tekin
Þú átt að halda áfram að taka Inrebic eins lengi og læknirinn segir til um. Þetta er langtímameðferð.
Ef tekinn er stærri skammtur af Inrebic en mælt er fyrir um
Ef þú hefur tekið of mörg Inrebic hylki í ógáti eða stærri skammt en mælt er fyrir um á strax að hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.
Ef gleymist að taka Inrebic
Ef þú gleymir skammti eða kastar upp eftir að þú tekur hylki, skal sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næsta skammt samkvæmt áætlun næsta dag. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir hylki sem gleymdist eða sem var kastað upp.
Ef hætt er að nota Inrebic
Ekki á að hætta notkun Inrebic nema samkvæmt fyrirmælum læknisins.
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Segðu lækninum tafarlaust frá því ef þú verður vör/var við eitthvert eftirtalinna einkenna, sem gæti verið einkenni alvarlegs sjúkdómsástands sem hefur áhrif á heila og kallast heilakvilli (meðal annars Wernickes heilakvilli):
Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þær geta meðal annars verið:
Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):
Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)
Tilkynning aukaverkana
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og á glasinu eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.
Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.
Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.
Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.
Inrebic inniheldur
Lýsing á útliti Inrebic og pakkningastærðir
Markaðsleyfishafi Bristol‑Myers Squibb Pharma EEIG Plaza 254 Blanchardstown Corporate Park 2 Dublin 15, D15 T867 Írland
Framleiðandi Celgene Distribution B.V. Orteliuslaan 1000 3528 BD Utrecht Holland
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður
Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar
Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.
Nálgast má ítarlegar og uppfærðar upplýsingar um lyfið með því að skanna QR-kóðann á ytri umbúðunum með snjallsíma. Sömu upplýsingar liggja einnig fyrir á eftirfarandi vefslóð: www.inrebic-eu-pil.com.